Verslunarskilmálar
Eftirfarandi skilmálar gilda í vefverslun Skrafs.
Hafa samband
- Hafi viðskiptavinur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skraf@skraf.is
- Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið skraf@skraf.is eða með skilaboðum á samfélgasmiðlum.
Almennt
- Skraf selur vörur í vefverslun sinni á vefsvæðinu: www.skraf.is. Skraf er í eigu Skraf slf., kt. 491121-0250, Háaleitisbraut 71, 108 Reykjavík.
- Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Skrafs annars vegar og kaupanda vöru (einnig vísað til sem „viðskiptavinur“ eða „notandi“).
Póstlisti
- Aðilar á póstlista Skrafs fá reglulega sendan tölvupóst sem inniheldur m.s. fréttir og fróðleik frá Skraf, upplýsingar um tilboð, vörur og vöruframboð á skraf.is, upplýsingar um viðburði, kannanir og tilkynningar um gjafaleiki og vinningshafa í gjafaleikjum o.fl.
- Viðskiptavinur getur ávallt skráð sig af póstlistanum og þar með hafnað viðtöku markpósts. Hægt er að gera slíkt með því að smella á tengil neðst í póstinum og staðfest afskráningu eða með því að senda beiðni þess á netfangið: skraf@skraf.is
Greiðsla
- Í netverslun Skrafs er tekið við öllum debet og kreditkortum og netgíró greiðslum. Greiðsla fer fram á vörðu svæði. Viðskiptavinir Skrafs geta því verið fullvissir um að þær upplýsingar sem skráðar eru í vefverslun eru algjörlega varðar utanaðkomandi aðilum.
- Öll verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK). Verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.
- Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri ber honum að upplýsa foreldra eða forráðamann um skilmála þessa og fá samþykki þeirra áður en vörukaup eru framkvæmd.
- Viðskiptavinir geta skoðað og breytt völdum vörum í körfu í vefverslun. Þegar viðskiptavinur ætlar að ganga frá pöntun velur hann “KLÁRA KAUP“ þar sem skrá þarf netfang, nafn, kennitölu (valkvætt), símanúmer og heimilisfang. Því næst þarf viðskiptavinurinn að velja ‚‘SENDINGAR- OG GREIÐSLUMÁTA‘‘ og velja hvernig hann vill fá vöruna afhenta. Viðskiptavinur verður að hafa gefið upp rétt heimilisfang óski hann eftir því að fá vöruna senda heim. Sé ekki hægt að staðfesta það heimilisfang sem viðskiptavinur skráir áskilur Skraf sér rétt til að hafna afhendingu og hætta við afgreiðslu á pöntun.
Afhending og sendingarkostnaður
- Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingastað tekur Skraf sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað. Upphæð sendingarkostnaðar ræðst af þeim sendingarmáta sem viðskiptavinur velur. Hægt er að fá heimsent, sent á pósthús, í póstbox, í pakkaport eða fá að sækja á lager.
- Kaupandi, sem pantað hefur í gegnum vefverslun Skrafs en velur að sækja pöntun í verslun, skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. rafrænum reikningi, er hann vitjar vörunnar. Skraf tekur sér 2-3 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun.
Skila og skipta
- Skilafrestur er 30 dagar eftir pöntun og fær viðskiptavinur endurgreitt upphæðina sem varan var keypt á.
- Hjá Skraf getur þú skipt vöru sem er keypt í vefverslun. Til að hægt sé að skipta vöru þurfa upprunalegar umbúðir að vera til staðar.
- Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.
- Þegar vara er endursend til að skipta eða skila greiðir Skraf sendingarkostnað hvort sem varan er gölluð eða ekki.
Persónuupplýsingar
- Öll meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndaryfirlýsingu Skraf þar sem finna má m.a. upplýsingar um eftirfarandi:
– Meðhöndlun persónuupplýsinga vegna almennra samskipta við Skraf
– Meðhöndlun persónuupplýsinga við heimsókn á vefsíðu Skraf
– Meðhöndlun persónuupplýsinga við kaup á vörum í vefverslun Skraf
– Meðhöndlun persónuupplýsinga í tengslum við markaðs- og kynningarstarf Skraf
– Meðhöndlun persónuupplýsinga í tengslum við rafræna vöktun á Skrafa/li> - Persónuverndarlög kveða á um og tryggja einstaklingum ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga.
Höfundarréttur
- Allt efni sem birtist á vefsvæði Skrafs s.s. texti, grafík, video, lógó og myndir, eru eign Skrafs slf. og samstarfsaðila og nýtur höfundaréttarverndar og eftir atvikum einkaréttarverndar. Efnið má ekki nota, breyta, birta, endurgera, afrita, selja eða hagnýta á annan hátt af þriðja aðila án leyfis og samþykkis Skrafs.
Lög og varnarþing
- Viðskiptavinur (eða „kaupandi“) er sá einstaklingur sem kaupir vöru í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Viðskiptavinur getur líka verið fyrirtæki og eiga þá við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Um viðskipti í vefverslun Skrafs gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016. Um viðskiptin í vefverslun gilda einnig lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Ofangreind lög gilda um réttarstöðu viðskiptavinar og seljanda þegar sérstökum ákvæðum þessara viðskipta.
- Skilmálar þessir eiga við um kaup á vöru í vefverslun Skrafs. Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir viðskiptavinur að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur við kaup á vöru hjá Skraf. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. Skraf áskilur sér rétt til að uppfæra og breyta skilmálum þessum sé þess þörf og taka breytingarnar þá gildi við birtingu uppfærðra skilmála á vefsíðu Skrafs. Ef um verulegar breytingar er að ræða mun Skraf birta sýnilega tilkynningu þess efnis á vefsíðu Skrafs.
- Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.